18.7.2009 | 18:24
Já góðan dag !!!!
Það er víst kominn tími til að breyta til og blogg pínulítið á síðuna hérna.
Eða svo var mér tjáð af Sæu minni :-). Ég átti að segja ykkur hvað væri í gangi hjá mér og mínum. Við hjónakornin tókum okkur bíltúr á vesturlandið í dag í þessu líka flotta veðri, en megin ástæða fyrir þessari ferð var að fara í Ullarselið á Hvanneyri, því þangað þurfti ég að sæka tog fyrir þæfingu sem ég verð með á Roverway (alþjóðlegt skátamót hér á Íslandi), þar var verið að halda uppá 60 ára afmæli Massey Ferguson (sem er dráttarvél) og konurnar úr sveitinni voru með spunakeppni (spinna ull) en þarna voru 2 þriggjamanna sveitir kvenna að spinna ull svo ætluðu þær að prjóna sessu í sæti dráttarvélarinnar. Síðan keyrðum við áleiðis í Borgarnes og fórum þá gömlu leiðina og svakalega er þetta falleg leið og skemmtileg. Og því við vorum kominn upp í Borgó fórum við auðvitað í smá heimsókn til Sæu og Bjössa, en fyrir voru tengdaforeldrar Ingu Rúnar í heimsókn í smá kaffi, eftir að hafa setið í stutta stunda yfir kaffibollanum kom Ásmundur frændi við til að sækja Bjössa en þeir frændur voru á leið í veiði fyrir norðan. Ég vona bara að þeir nái að veiða eitthvað í soðið :-).
Ætli ég láti þetta duga í bili.
Kveðja Lauga
10.2.2009 | 22:09
Heyrst hefur!!!!!
Jæja sælt verið fólkið , eitthvað hefur borið á kvörtunum til mín yfir fréttaleysi og fólki farið að leiðast að lesa endalaust jólakveðjuna frá mér hahahaha. Ég skal reyna að gera betur í þessum málum, en ég lofa engu (bara að hafa vaðið fyrir neðan mig). En þið sem viljið koma á framfæri fréttum og að hún birtist á forsíðunni, þá getið þið sent mér t-póst og ég skelli því inn. En gestabókinn er öflug, þar skrifa reglulega Óli, GM, Gylfi og Sæa, ykkur hinum er velkomið að skrifa eitthvað þar líka .
Annars er Facebookið orðið ansi vinsælt þessa dagana og stór hluti ættarinna komin þangað inn.
Læt þetta duga í bili. Bestu kveðjur Lauga.
23.12.2008 | 19:20
Gleðileg jól
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Ég þakka ykkur líka fyrir góðar viðtökur á þessu ættarbloggi sem ég setti upp fyrir ættarmótið. Læt hérna fylgja jólavísu.
Kveðju skartar kvöldsins sól
konung vart má gleyma
sæl í hjarta höldum jól
hátíð bjarta heima.
Út um völlinn vinir þjást
víða mjöll á vegi
kærleiks föllum fyrir ást
fram að höllum degi.
HarHar
16.12.2008 | 23:39
Jólakveðja frá Gunnu Mæju.
13.12.2008 | 00:06
Jólin eru á hraðleið til okkar.
Nú er heldur betur farið að styttast til jóla, ákvað því að skella inn hérna mynd af þeim jólasveini sem kemur til byggða í nótt.
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
2.11.2008 | 20:39
Sögur
Nú er gamla gengið farið að rifju upp gamlar minningar í gestabókinni , en hvað með okkur hin?? Við gætum sett hérna inn minningar (ekki eins gamlar), um ferðir okkar til afa og ömmu eða eitthvað skemmtilegt um ferðir okkar til Borgarness.
Hér er til dæmis ein, ég ásamt 3 öðrum frændsystkinum (Inga Rún, Sif og Sverrir) vorum hjá afa og ömmu, mig minnir að þetta hafi verið árið 1982 eða 3, og það er haust, við fengum leyfi til að fara undir Hafnarfjall í berjamó, eitthvað fannst okkur Sverri lítið koma til þessara frænkna, enda voru þær líka einu ári yngri en við ákváðum að fara frekar í fjallgöngu en að tína ber með þeim, þær voru frekar fúlar að mig minnir , og sögðu að amma hafi ekki leyft þetta og afi yrði alveg brjál.... en við létum ekki segjast og héldum för okkar áfram og upp fjallið fórum við, þvílíkir jaxlar. Tíminn leið og ferðin tók lengri tíma en við héldum en á niður leið sáum við bíl koma upp að fjallsrótunum og út úr stigu gömlu hjónin ásamt Ingu og Siffó, stelpurnar öskruðu á okkur og sögðu að afi væri alveg brjálaður og við ættum að koma strax niður. Eitthvað seig hjartað niður við þetta og við Sverrir tókum á sprett og hlupum niður fjallið og ætluðum í raun og veru að hlaupa alveg yfir brúnna, því ekki vorum við alveg tilbúin að mæta afa . Þegar við stigum upp í bílinn var lítið sagt og beðið eftir að heyra hvað gamli maður hafði um þetta að segja, man bara að hjartað hamaðist við þetta og ég hélt að afi myndi halda þvílíka skammarræðu. Þegar heim var komið var mér bent á að setjast niður inni í borðstofu og þar sat ég og beið eftir afa, er afi kom inn hélt hann á bók og sagði við mig, veistu hvað hátt þið klifruðu? 667 metra? og svo afhverju fóruð þið þarna upp? það er miklu erfiðara að fara þarna megin og benti út um gluggann. Þetta er eitthvað sem aldrei gleymist enda voru þetta frábærir tímar sem ég átti hjá afa og ömmu.
Kveðja Lauga
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 21:06
Tapað fundið
Gunna Mæja er enn að auglýsa eftir eiganda af barnadúnúlpu sem varð eftir á ættarmótinu, KANNAST enginn við að vanta barnaúlpu, því miður veit ég ekki hvernig hún er á litin eða hvaða stærð er á henni, en þetta er BARNAÚLPA. endilega hafið samband við Gunnu Mæju ef þið kannist við að vanta úlpu.
Svo verð ég að segja að gestabókin hérna er að verða ansi skemmtileg og fróðleg, endilega kvittið í hana og jafnvel segið frá einhverju skemmtilegu.
Kveðja Lauga
16.10.2008 | 21:27
Jæja
Hvað segir fólkið þá í fréttum?? Ég sé að fólk er enn að droppa inn á síðuna, kannski eru þau að bíða eftir fleiri myndum eins og ég, svei mér þá ég bara veit ekki. Ég ákvað nú að skrifa bara hérna smá inn á síðuna til að halda henni lifandi. Sé reyndar að Gunna Mæja og fleiri eru duglegir að skrifa í gestabókina, en betur má ef duga skal.
Kveðja Lauga
26.8.2008 | 08:42
Myndalinkur í lagi
Búin að laga linkinn fyrir myndirnar frá Þórði. Nú ættu allir að geta skoðað þær.
Myndir frá Dodda. Setti linkinn inn, hérna til hliðar (vinstra megin á síðunni), undir mínir tenglar. Þannig að ekki þurfi alltaf að finna færsluna. Einfalt og gott, njótið vel.
Kveðja Lauga
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 22:24
Halló Halló
Jæja hvað segið þið gott???? Átti von á að sjá fullt af myndum, tók Doddi bara myndir eða ????? Sé líka á gestabókinni að Gunna Mæja er að auglýsa óskilamuni, kannast einhver við það?
Nú spyr ég, er áhugi fyrir að halda þessari síðu opnri og halda áfram með hana? ef svo er þá verðum við að vera dugleg að senda inn fréttir eða bara léttar sögur, þarf ekki að vera mikið, bara að það sjáist einhver hreyfing.
Nýja ættarmótsnefndin gæti jafnvel komið með pisla .
Kveðja Lauga