16.7.2008 | 18:57
Linkur inn á myndir frá ættarmótinu
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.8.2008 kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 21:46
Ný ættarmótsnefnd
Skipuð var ný ættarmótsnefnd á ættarmótinu sem fram fór um helgina til að sjá um ættarmót 2013:
Nefndina skipa:
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
Sigurður Jónsson
Kristján Ágúst Magnússon
Þórhalla Guðbjartsdóttir
Kristinn Óskar Sigmundsson
Ragnheiður I. Björnsdóttir
14.7.2008 | 12:12
Vísur samdar af Þórdísi Ásmundsdóttur
Dísa samdi og flutti í veislu í Dalnum í tilefni af trúlofun Eddu og Valda 3. janúar 1970.
Lengi hafði lífs um göng
lötrað hægt í vissu um
að ástin væri í veiðistöng
vel hlöðnum riffli og byssum.
En eitt var vopn, sem öðlingsdreng
ætið hafði yfirsést,
uns Amor setti ör á streng
og felldi hann sjálfan fyrir rest.
Nú okkur hýrnar brún og brá
og burt hefst allur vandi
því Edda Valda forðar frá
fjárans piparstandi.
Þakkir Eddu þyljum við
því til handa, í erg og gríð.
Gæfan ykkur leggi lið
lifið heil um langa tíð.
Samið af Dísu í tilefni af 50 ára afmæli Eyvindar 17/10 1977
Okkar elsku Eyvindur,
er sú óskir fróma,
að þú látir ljúflingur
lengi sönginn óma.
Ljúfa sönginn láttu því
létta strengi bæra
bjarta hljóminn enda í
óminn silfurtæra.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2008 | 19:31
Fimm Dagar
Nú eru bara 5 dagar í ættarmótið , og spennan er orðin gífurleg. Ég sé að Gunna Mæja setur inn fréttaupplýsingar inn á gestabókina, þannig endilega kíkið þangað og sáið hvað er í gangi.
Kveðja Lauga
27.6.2008 | 23:02
2 Vikur 2 vikur 2 vikur
Já takið eftir, nú eru bara 2 VIKUR í ættarmótið. Sá að Gunna Mæja var að skrifa i gestabókina og biðja um fleirri myndir. Bað ykkur um að senda þær á mig eða Kiddó. Nú bendi ég ykkur á að senda þær á Kiddó (kiddo1@simnet.is), þar sem ég er að hverfa af landi brott í 3 vikur og mun því ekki geta skráð inn fleiri pisla eða innlegg á síðuna. Ég vona bara að þið skemmtið ykkur rosalega vel á ættarmótinu og séuð rosalega dugleg að taka myndir .
Kveðja Lauga
21.6.2008 | 19:53
Tæpar 3 vikur í ÆTTARMÓT.
Eftir 3 vikur verður föngulegur hópur saman komin við söng og gleði, geri nú bara fastlega ráð fyrir því að allir hópar séu á fullu að undirbúa skemmtiatriði / söngatriði og eða leikþátt af einhverju tagi.
Ég er nú strax farin að öfunda ykkur sem verða þarna. því miður þá kemst ég ekki en ég vona að þið verðið dugleg að taka myndir eða video sem við getum sett hérna inn á síðuna.
Kveðja Lauga
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2008 | 13:57
27 dagar !!!!!!!!!!
Sæl verið þið, nú er nú heldur betur að styttast í ættarmótið og vonandi allir orðnir spenntir (og búnir að borga staðfestinguna). Sjá reiknings upplýsingar hér neðar á síðunni.
Nú er ég búin að sitja og skanna inn fullt af myndum en komst þá að því að myndaplássið er að verða búið , ákvað því að búa til aðgang að picasa og setti inn myndir þar og setti inn link, hérna vinstra megin á síðunni undir tengla. Þetta eru ættarmótsmyndir frá Heiðarborg, Þverárétt og Skorradal. Vonandi hefið þið gaman að þeim og þar er hægt að sjá og rifja upp ýmsa leiki sem farið var í. Hver man ekki eftir reipitoginu, pokahlaupinu og hlaupið í skarðið. Eins og sést á þessum myndum, þá kemur þessi hópur ekki án þess að syngja og tralla.
Svo er hér ein mynd með spurningu.
ÞEKKIR EINHVER ÞETTTA FÓLK?????
6.6.2008 | 20:56
Heyrst hefur !!!!!!
Heyrst hefur að frænkuhópur einn sé þegar byrjaður að undirbúa skemmtiatriði. Ég held að nú sé bara best að spýta í lófana og fara að gera eitthvað . Mér finnst alveg frábært að heyra svona fréttir og legg til að fleiri svona hópar komi sér saman og undirbúi skemmtileg atriði fyrir kvöldvökuna. Ég sé alveg fyrir mér að bræðurnir úr Klett syngja saman (þeir eru flottir). Ég er alveg viss um að það leynast fleirri svona hæfileikaríkir hópar í þessum stóra hópi sem verður á Snorrastöðum.
Svo vel ég minna á að borga staðfestingagjaldið. Fyrir 17.júní 2008
"Við ætlum að biðja ykkur að greiða staðfestingargjald kr.1000 pr. mann frá 6 ára aldri til 99 ára inn á reikning 404474 í Sparisjóði Mýrasýslu þ.e. 1103-05-404474 kt.2805462919. Setja í skýringu fjölda þeirra sem koma. Endanlegur kostnaður fer eftir þátttöku. Inni í kostnaðinum er öll aðstaða. " Þetta koma á síðunni 19.5.08.
Kveðja Lauga
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 11:23
Er þetta myndin?
Var að fá fullt af myndum frá henni Þórdísi Viðarsdóttur og þar leyndist þessi mynd. Nú spyr ég er þetta ekki mynd af þeim systkynum?
Svo er næsta mál, þar sem þessar myndir eru ekki með neinum skýringu, þá ákvað ég að búa til nýtt myndaalbúm, sem ber það merka heitir "bland í poka 2", og nú er bara að kommenta á myndirnar og segja hverja þið þekkið.
Kveðja Lauga
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 20:26
Ég biðst velvirðingar
Nú er ég víst farin að gera einhverja bölvaða vitleysu, nöfnin hafa farið á eitthvað flakk hjá mér, en því verður kippt í liðin hið fyrst. Margrét er Eyja, Þóra er Gunna Dan og Þórdís er Jóna Gunna. Hjördís ætlar að fara á stúfana og finna mynd af þeim systrum, þá mun birtast 3ja útgáfan á toppmynd. Er að setja inn nýjar (gamlar)myndir inn á bland í poka. Vonandi eru réttar upplýsingar þar, en endilega látið mig vita ef þetta er ekki rétt.
Kveðja Lauga.