. - Hausmynd

.

Já góðan dag !!!!

Það er víst kominn tími til að breyta til og blogg pínulítið á síðuna hérna.
Eða svo var mér tjáð af Sæu minni :-). Ég átti að segja ykkur hvað væri í gangi hjá mér og mínum. Við hjónakornin tókum okkur bíltúr á vesturlandið í dag í þessu líka flotta veðri, en megin ástæða fyrir þessari ferð var að fara í Ullarselið á Hvanneyri, því þangað þurfti ég að sæka tog fyrir þæfingu sem ég verð með á Roverway (alþjóðlegt skátamót hér á Íslandi), þar var verið að halda uppá 60 ára afmæli Massey Ferguson (sem er dráttarvél) og konurnar úr sveitinni voru með spunakeppni (spinna ull) en þarna voru 2 þriggjamanna sveitir kvenna að spinna ull svo ætluðu þær að prjóna sessu í sæti dráttarvélarinnar. Síðan keyrðum við áleiðis í Borgarnes og fórum þá gömlu leiðina og svakalega er þetta falleg leið og skemmtileg. Og því við vorum kominn upp í Borgó fórum við auðvitað í smá heimsókn til Sæu og Bjössa, en fyrir voru tengdaforeldrar Ingu Rúnar í heimsókn í smá kaffi, eftir að hafa setið í stutta stunda yfir kaffibollanum kom Ásmundur frændi við til að sækja Bjössa en þeir frændur voru á leið í veiði fyrir norðan. Ég vona bara að þeir nái að veiða eitthvað í soðið :-).
Ætli ég láti þetta duga í bili.

Kveðja Lauga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha,, var þetta nokkuð mjög sárt eða tímafrekt dúllan mín ?

Sæa (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband