. - Hausmynd

.

Halló Halló

Jæja hvað segið þið gott????  Átti von á að sjá fullt af myndum, tók Doddi bara myndir eða ?????  Sé líka á gestabókinni að Gunna Mæja er að auglýsa óskilamuni, kannast einhver við það?

Nú spyr ég, er áhugi fyrir að halda þessari síðu opnri og halda áfram með hana? ef svo er þá verðum við að vera dugleg að senda inn fréttir eða bara léttar sögur, þarf ekki að vera mikið, bara að það sjáist einhver hreyfing.

Nýja ættarmótsnefndin gæti jafnvel komið með pisla Tounge.

Kveðja Lauga 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ!Ég vil að við höldum endilega áfram með síðuna,það væri alveg sind að hætta þetta er orðið svo flott!!!ég gleymdi því miður myndavélinni heima svo ég tók engar myndir,en ég held að Ási frændi hafi verið með videovel,það væri flott að fá það inn,en við verðum örugglega að sækja það til hans,hann sagðist ekki kunna neitt í þessu.Svo veit ég að Lína tók einhverjar myndir,verðum bara að vera duglegar og auglýsa eftir fleiri myndum,og þá kannski senda póst beint á fólk,það eru kannski ekki margir að kíkja hér inn lengur af því að það er ekkert nýtt búið að vera að gerast,svo virkar lynkurinn hans Dodda ekki,þarf að laga það.......semsagt höldum áfram með síðuna         kv. Ransy

Ransy (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:39

2 identicon

Við eigum að halda út þessari síðu, það er alveg á hreinu.

Lauga mín þú er búin að standa þig rosalega vel með síðuna. Að setja allar þessar myndir inn er ekkert smá vinna. Þú færð sko alla mína virðingu fyrir það. Geri aðrir betur.

Ég tók einhverjar myndir og krakkarnir sömuleiðis en gæðin eru sum hver ekki alveg eins og búist var við.  Reynum að safna saman myndunum og setja í pakka.

Bestu kveðjur.  Lína

Lína Þyrí Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:33

3 identicon

Nei,nei ekki hætta,fer á hverjum degi inn á síðuna til að gá hvort það sé ekki líf í einhverjum.Verð að játa að myndatakan var ekki upp á marga fiska hjá okkur,þú kannski kíkir einhverntíman Lauga mín og sérð hvort það er eitthvað nothæft. Knús Sæa.

sæa (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband