. - Hausmynd

.

Myndir af ættarmótinu

Þórður var hirðljósmyndari ættarmótsins og hérna er linkurinn inn á myndirnar sem teknar voru af honum.

Myndir af ættarmótinu hér  

Kveðja Lauga 


Bensín kostnaður

Heil og sæl.
Varðandi bensín kostnað fyrir bátana þá var ákveðið að leggja inn á reikninginn sem Lauga stofnaði fyrir ættarmótið.
Það er reikningur 101-05-262879 kt. 070171-3849 merkja Sverrir í skýringu.
Það er búið að ræða þetta við Sverrir og við viljum bara sjá kostnaðinn til að geta áætlað næsta ættarmót.
Þar sem þetta var partur af fjörinu hjá okkur og öllum velkomið að fara salíbunu þá gengur þetta upp ef það er 1000 kr. á fjölskyldu.
Vonandi taka allir vel í þetta og greiða sem fyrst, svo kostnaðurinn lendi ekki allur á Sverri.
Bestu kveðjur,
Ættarmóts nefndin ;)

5 dagar !!!!

Jæja nú er heldur betur að styttast í mótið okkar, nú er bara að leggjast á bæn og biðja æðri máttarvöld um gott veður, ef ekki þá er spurning um að koma með partýtjald :D 
Í gær fór ég að skoða svæðið og tjaldsvæðið er mjög flott, nema þó að ekki er mikið um rafmagn á svæðinu, nú er bara spurning um hvort einhverjir eigi rafstöð sem hann eða hún geti komið með.
Vegurinn er nokkuð góður, nema síðustu 3 kílómetrarnir, en ekkert til að hafa áhyggjur af.
Svo að lokum þá er ég komin með Muurikku að láni sem er risastór panna 1x1m þannig að það er um að gera koma með góðmeti á pönnuna því hún er upplögð fyrir brunchið og grænmetið :D    

NÍU DAGAR !!!!!!

Jæja hvað segið þið nú gott, 9 dagar í ættarmót, ég vona að þið séuð farin að telja niður eins og eg :D vegna spennings hjá mér þá ákvað ég að setja niður útbúnaðarlista, þar sem um hreinlega keppnisferð er að ræða hehehe og ákvað að deila henni með ykkur.

Vonandi getið þið nýtt ykkur þennan lista :D

Kveðja Lauga í fullu swingi
 Útbúnaðarlisti fyrir ættarmótið   
         
 Nei Já Nei Nei
Tjald/fellihýsi/tjaldvagn  Auka skór  Lyf ( ef við á)  
Dýna/Vindsæng  Stuttbuxur og léttur klæðnaður  snyrtidót  
Koddi  sokkar / ullarsokkar  Matur á grillið  
Svefnpoki / Sæng  Varðelda skykkju  Köku á kaffihlaðborðið  
Tannbursti og tannkrem  Handklæði  Morgunmat  
Auka fatnaður  Nærföt  söngvökva / mjólk  
Sólarvörn / Aftersun  Regnföt  Hljóðfærið  
Góða skapið  Safi fyrir börnin  söngheftið   
 Veiðistöng    Lopapeysu / flíspeysa     
         

 

 


Hipp hipp

Jæja nú fer nú aldeilis að líða að ættarmótinu okkar, ég vona að allir séu komnir í gírinn og á fullu í undirbúningi, (skemmtiatriði, matur og gleði).  Ransý er búin að leggja inn pöntun á góðu veðri og liggur á bæn um að verða bænheyrð :D (Ransý biður ykkur því að koma með stuttbuxurnar en við systur segjum takið regngallann með til öryggis !!!!!!)

Við áætlum að ættarmótið verði með hefðbundnu sniði, þannig að hver sér um sig, en við munum hafa sameiginleg grill á laugardeginum (það eru 3 stór tunnugrill á svæðinu ), fyrr um daginn ætlum við að vera með kaffihlaðborð, þar sem þið og við komum með eitthvað gott á hlaðborðið, kaffi verður í boði þeir sem vilja eitthvað annað að drekka geta komið með það fyrir sig. Stefnt verður á að vera með kvöldvöku um laugardagskvöldið, þar sem við verðum með skemmtiatriði og söng.

Nefndin hefur ákveðið að allir á aldrinum 6-99 ára þurfi að greiða kr.1000 í staðfestingargjald og þarf það að greiðast sem fyrst, þar sem við þurfum að borga fyrir skálann og svæðið. Þetta skal greiða inn á reikning 101-05-262879 kt. 070171-3849. Setja í skýringu fjölda þeirra sem koma. Endanlegur kostnaður fer eftir þátttöku. Innifalið í kostnaðinum er öll aðstaða.

Nú treystum við á ykkur að hafa samband og þið systkinabörn sjáið um ykkar ættleggi, láta vita og hvetja til að mæta.


Könnun !!!!

Nú verða allir að taka þátt í þessari könnun, þannig að við náum að halda smá reiður á því hverjir ætli að mæta, þannig að við höfum svona ca. fjöldann :D 

KÖNNUN HÉR 

 Kveðja Lauga 


7 og hálf vika í ættarmótið, hverjir ætla að mæta ????

Nú fer heldur betur að styttast í ættarmótið og ég vona að þið séuð búin að taka frá þessa helgi og þegar byrjuð í skipulagningu á skemmtiatriðum Grin. Eins og gefur að skylja þá er hér verið að ræða um skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna sem verður á laugardeginum eftir grillveisluna hehehe, bara að ég að setja niður kvöldið.

En muna við verður í Skorradal á skátasvæðinu þar frá 19 júlí til 21 júlí.  Upplýsingar um kostnað kemur aðeins seinna, en það fer eftir fjölda,  þið megið því endilega láta í ykkur heyra Cool

 Bkv. Lauga 


Nú er komið að því :D

Sæl verið þið.

Nú er loksins komið að því !!! Ættarmót í sumar og því eiga allir að taka frá helgina 19-21 júlí. Því halda skal í Skorradalinn þar sem við vorum um árið (1998). Þar er frabær aðstaða og eitthvað er um herbergi eða svefnaðstöðu fyrir gamla fólkið. Engin afsökun fyrir að mæta ekki því nú skal sungið og skemmt sér eins og Dalafólki er einum lagið.

Bestu kveðju frá ritaranum Laugu fyrir hönd nefndar.


Ættarmót !!!!!

Sæl verið þið

Hvernig er þetta með nefndina, eruð þið ekki búin að vera að krúnka ykkur saman í skipulagningunni???
Við sitjum hérna systurnar og fullar að spenningi og eftirvæntingu eftir að hitta ykkur öll :D

Er einhver áhugi fyrir að halda næsta ættarmót í Skorradal á skátasvæðinu, en við vorum þar 1998.

Bestu kveðjur
Lína og Lauga


Sumarið 2011

Mér finnst það alveg ótrúlegt að ég hafi ekki skrifað á þessa síðu í marga mánuði (kannski ár) humm, búin að fá kvörtun yfir þessu athafnaleysi mínu hérna á síðunni, þannig að það er best að bæta úr því svona þangað til næst :D . Annars er frekar lítið að frétta af mér og mínum, ég er endalaust að dúlla mér í skólanum, en ég stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri með vinnunni, drengirnir stækka og dafna, nú er drengur nr. 2 fermdur og virðist ætla að sverma sig í klettara fjölskylduna stækkar eins og enginn sé morgundagurinn og ég bara hreinlega veit ekki hvar hann ætlar að enda ........ Sumarið hefur verið tekið með trompi með útilegum, þrátt fyrir að sumarið hafi komið seint, eins gott að æfa útilegutaktana fyrir næsta ættarmót með þessari frábæru fjölskyldu, er það ekki annars rétt hjá mér að það á að vera 2013 ?? hefur nefndin eitthvað komið saman ?? uuuhúu 2 spurningar í röð :D

Knús á línuna Lauga


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband