. - Hausmynd

.

Vísur samdar af Þórdísi Ásmundsdóttur

 

Dísa samdi og flutti í veislu í Dalnum í tilefni af trúlofun Eddu og Valda 3. janúar 1970.

Lengi hafði lífs um göng

lötrað hægt í vissu um

að ástin væri í veiðistöng

vel hlöðnum riffli og byssum.

 

En eitt var vopn, sem öðlingsdreng

ætið hafði yfirsést,

uns Amor setti ör á streng

og felldi hann sjálfan fyrir rest.

 

Nú okkur hýrnar brún og brá

og burt hefst allur vandi

því Edda Valda forðar frá

fjárans piparstandi.

 

Þakkir Eddu þyljum við

því til handa, í erg og gríð.

Gæfan ykkur leggi lið

lifið heil um langa tíð.

 

 

Samið af Dísu í tilefni af 50 ára afmæli Eyvindar 17/10 1977

Okkar elsku Eyvindur,

er sú óskir fróma,

að þú látir ljúflingur

lengi sönginn óma.

 

Ljúfa sönginn láttu því

létta strengi bæra

bjarta hljóminn enda í

óminn silfurtæra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband