6.6.2008 | 20:56
Heyrst hefur !!!!!!
Heyrst hefur að frænkuhópur einn sé þegar byrjaður að undirbúa skemmtiatriði. Ég held að nú sé bara best að spýta í lófana og fara að gera eitthvað . Mér finnst alveg frábært að heyra svona fréttir og legg til að fleiri svona hópar komi sér saman og undirbúi skemmtileg atriði fyrir kvöldvökuna. Ég sé alveg fyrir mér að bræðurnir úr Klett syngja saman (þeir eru flottir). Ég er alveg viss um að það leynast fleirri svona hæfileikaríkir hópar í þessum stóra hópi sem verður á Snorrastöðum.
Svo vel ég minna á að borga staðfestingagjaldið. Fyrir 17.júní 2008
"Við ætlum að biðja ykkur að greiða staðfestingargjald kr.1000 pr. mann frá 6 ára aldri til 99 ára inn á reikning 404474 í Sparisjóði Mýrasýslu þ.e. 1103-05-404474 kt.2805462919. Setja í skýringu fjölda þeirra sem koma. Endanlegur kostnaður fer eftir þátttöku. Inni í kostnaðinum er öll aðstaða. " Þetta koma á síðunni 19.5.08.
Kveðja Lauga
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.