9.5.2008 | 11:32
Kæru ættingjar
Eins og fram hefur komið hér á bloggfærslum Laugu, innvinklaði hún mig sem nýjan liðsauka. Gat ég engum vörnum beytt í þeim málum. Ætlaði bara að fá aðgang að síðunni til að setja inn myndir. En allt í lagi með það, er bara gaman að geta lagt fólki lið og aðstoðað, og ekki síst þegar verið er að gera svona skemmtilega hluti eins og þetta, að setja Dalættina inn í einn gagnagrunn. Það er alveg frábært að geta skoðað þessar gömlu og nýju myndir af ættingjunum.
Ég ætla svo að reyna að fá systkyni mín til að senda mér myndir til að setja inn á síðuna.
Það hefur líka komið fram hér að ég hafi lent í slysi. Það leikur kannski forvitni hjá einhverjum að vita hvernig slysi ég lenti í.
Ég sem sagt var að hjóla á motorkross hjóli og keyrði fram af barði og flaug einhverja metra og lenti með hausinn fyrstann í jörðina með þeim afleiðingum að brjóta tvo hryggjaliði og bráka lugnapípu. (Já mamma ég veit það. Er enginn unglingur lengur )Nú er ég óðum að ná mér og verð vonandi komin á minn eðlilega hraða sem fyrst. Þarf að ganga um með spelku næstu sex vikurnar.
Það er eftir svona óhöpp sem maður fer að hugsa um þau forréttindi að geta staðið á eigin fótum Því ekki mátti tæpara standa að lífinu væri kippt undan mér. Ég er heppinn að eiga góða að, fjölskyldu ættingja og vini. Allir voru tilbúnir þegar mest á reyndi. Því er svo mikilvægt að rækta fjölskylduna ættingjana og vinina eins og við mögulega getum.
Hlakka til að hitta ykkur öll á ættarmótinu.
Með bestu kveðju kiddó
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Athugasemdir
Já Kiddó minn,maður þakkar seint að halda lífi og limum,en sem betur fer er allt á réttri leið.Hjartað í mömmu hoppaði MJÖG snöggt sunnudaginn 20.apríl og líður það seint úr minni
Gunna Mæja (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:48
Já það er sem ég segi þessar íþróttir og bara öll aukahreyfing er bara stór hættuleg,best að vera ekkert að koma sér í svona vesen!!!!!Gott að þú ert að ná þér,sjáumst í sumar. kv Ransy
Ransy (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 17:37
Komdu sæll og blessaður Kiddó
Gott að heyra að þú sért allur að skríða saman, ég var farin að örvænta hehehehe, ég fer upp í borgó um helgina og ætla að fara yfir gamlar ættarmótsmyndir og stefni að því að skanna þær inn og setja þær að sjálfsögðu inn á síðuna.
En farðu varlega með þig. Kveðja Lauga
Lauga (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:14
Mikið gott að þú ert að ná þér Kiddó,er ekki hissa þó hjartað í múttu þinni hafi tekið nokkur aukastökk. Veit að það verður ekki amalegt fyrir Laugu að hafa þig sem hjálparhönd í þessu frábæra framtaki hennar. Kveðja í kotið, Sæa.
sæa (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.