25.3.2008 | 21:49
Ættarmót Dalsystkina
Ágætu frændsystkini
Mikið lifandis ósköp líður tíminn hratt.Í sumar,verða 10 ár frá því við hittumst síðast á ættarmóti og nú stendur til að endurtaka leikinn.
Aðra helgina í júlí þ.e. 11. - 13. ætlum við að koma saman og eiga skemmtilega helgi á Snorrastöðum (ca. 30km. vestan við Borgarnes), www.snorrastadir.is en þar býr einmitt einn frændi okkar,Kristján Magnússon og rekur þar ferðaþjónustu ásamt almennum búskap.
Þarna ætlum við að dvelja við söng,leiki,samtöl og síðan en ekki síst að kynnast betur.Við erum ekki alveg búin að negla niður um mætingu og kostnað,en öllu verður stillt í hóf.Við hugsum okkur að hafa sama háttinn á og fyrir 10 árum,vera með sameiginlegt kaffiborð um miðjan daginn á laugardeginum og sameiginlegt grill um kvöldið,kannski verður hægt að slá upp dansleik,hver veit!!!!
Við sendum þetta bréf út núna og biðjum ykkur um að upplýsa ykkar fólk (börn,barnabörn) um væntanlegt frændsystkinamót.Við þurfum einnig að fá heimilisföng hjá allflestu yngra fólkinu sent til okkar,sem er flutt að heiman. Síðar í vor verður sent út annað bréf með frekari upplýsingum um kostnað,tjaldsvæði og aðra gistingu á svæðinu. Endilega biðjið alla þá sem eru tölvutengdir að senda einhverju okkar e-mail það auðveldar samskiptin.
Hlökkum til að hitta ykkur öll. Bestu kveðjur.
Gunna Mæja (Dísu) sigunna@simnet.is 437 1572
Már (Röggu)
Siggi Jóns (Jóns Ben.)
Kristján Magnússon (Jonnýar (Eyvindar) )
Guðbjörg Sigurgeirs (Sollu (Guggu) )
Þórhalla Guðbjarts.(Maddýar)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)