. - Hausmynd

.

Sumarið 2011

Mér finnst það alveg ótrúlegt að ég hafi ekki skrifað á þessa síðu í marga mánuði (kannski ár) humm, búin að fá kvörtun yfir þessu athafnaleysi mínu hérna á síðunni, þannig að það er best að bæta úr því svona þangað til næst :D . Annars er frekar lítið að frétta af mér og mínum, ég er endalaust að dúlla mér í skólanum, en ég stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri með vinnunni, drengirnir stækka og dafna, nú er drengur nr. 2 fermdur og virðist ætla að sverma sig í klettara fjölskylduna stækkar eins og enginn sé morgundagurinn og ég bara hreinlega veit ekki hvar hann ætlar að enda ........ Sumarið hefur verið tekið með trompi með útilegum, þrátt fyrir að sumarið hafi komið seint, eins gott að æfa útilegutaktana fyrir næsta ættarmót með þessari frábæru fjölskyldu, er það ekki annars rétt hjá mér að það á að vera 2013 ?? hefur nefndin eitthvað komið saman ?? uuuhúu 2 spurningar í röð :D

Knús á línuna Lauga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jeeessss, það var tími ti kominn kelli mín, TVÖ ÁR já já.... koma svo krakkar !!!!

Sæa (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 00:42

2 identicon

Já já Lauga duglega!!!Annars er það alveg satt að við erum ekki nógu dugleg við að skrifa hér inn fréttir!!

Af mér og mínum er allt gott að frétta,við hjónin erum búin að vera nokkuð dugleg í sumar að fara í skreppitúra hingað og þangað,bæði hjólandi og bílandi.Fyrir 2 vikum ákvð ég að tími væri til kominn að nota gjafabréf sem Juan fékk í afmælisgjöf í fyrra sem var 2 nætur á Fosshóteli og ferð uppá Vatnajökul!!Við fórum héðan úr bænum úr 17°hita og sól og keyrðum suður og inn í grenjandi rigningu,þoku og 8° hita hjá Vík,þið getið ímyndað ykkur hvað við vorum glöð,og ég fékk að heyra hvað ég væri góð í að skipuleggja ferðir og ákveða tíma!!!!En eftir því sem við nálguðumst Höfn batnaði nú veðrið og við gátum skroppið í smá gönguferð þegar við vorum komin á hótelið!!Dagin eftir var komin glampandi sól og æðislegt veður og þessi ferð uppá jökul var það skemmtilegasta sem við höfum gert!!Að þeysa um á snjósleða um endalausan snjó í geggjuðu veðri er bara frábært!!Svo þegar ferðin var búin fengum við að vita að brúin yfir Múlakvísl hefði farið um nóttina og við kæmumst ekki heim þá leiðina,nú þá var ekki um neitt annað að ræða en keyra hina leiðina heimhaha mín var ekkert ósátt við það!!Samt gott að við gátum fengið að skipta seinni nóttinni yfir á Fosshótel Laugar fyrir norðan,þannig að þetta varð skemmtilegasta ferð,hver segir svo að ég sé ekki góð í að skipuleggja????!!!!

En ég er víst í nefndinni og við höfum ekkert hittst ennþá,nema hvað ég hitti Guggu á kóramótinu á Selfoss í mai og við vorum einmitt að segja að við yrðum nú að fara að spjalla eitthvað saman bráðum....já já örugglega bráðum!!Ætli það veri ekki svona 5 mín. í mót!!!En allir sem hafa einhverjar tillögur láti okkur vita...og svo verður hver fjölskylda að fara að æfa sitt skemmtiatriði!!!   kv. Ransy

Ransy (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband